top of page
Highland TYrucks FIS Camper ag 2020-13_edited_edited.jpg

FIS CAMPER

Létt Hálendis Pallhýsi

Fis pallhýsið er létt, fyrirferðalítið, endingargott og er hannað sérstaklega til að ferðast í krefjandi aðstæðum og að vera langt frá byggðum. Fis býður upp á heilstæðan pakka sem virkar í öllum aðstæðum. Með léttleika að leiðarljósi er notast við trefjaplast, sem leiðir til þess að heildar þurrþyngd er aðeins 350 kg. Það er á meðal léttustu og endigarbestu pallhýsa á markaðnum. 

 

Við höfum framleitt pallhýsið og fullkomnað hönnun þess í yfir 25 ár. Bæði í notkun hjá einkaaðilum og atvinnunotendum á borð við bílaleigur hefur veitt mikla reynslu af krefjandi aðstæðum allt árið um kring á Íslandi.

Svefnpláss er fyrir fjóra einstaklinga, tvo í nefi pallhýsisins og tvo í seturýminu sem er breytt í rúm. Loftjakkar lyfta loftinu upp með loftdælu.

 

Fullbúið FIS

Verð: 5.500.000kr

Pantaðu þitt í dag, hafðu samband við okkur á hlt@hlt.is

UPPLÝSINGAR

Staðalbúnaður

 • Neðri skel (trefjaplast)

 • Efri skel (trefjaplast)

 • Segl (með gluggum) milli efri og neðri skelja

 • Gluggar

 • Hurð, plexígler með læsingarbúnaði

 • Skyggni fyrir ofan dyr (trefjaplast)

 • Geymslukassi fyrir gaskút (trefjaplast)

 • fis miðar

 • Webasto olíu miðstöð

 • Vatnskútur 10L með vatnsdælu

 • Tvær 12V rafgeymar

 • 10 m CEE hleðslusnúra fyrir tjaldsvæðið

 • 220 V innstunga

 • USB-A innstunga

 • USB-C innstunga

 • Gas viðvörunarbjalla

 • Lyftibúnaður fyrir efri skel (lofttjakkar)

 • Dæla, loft loki og þrýstijafnari

 • Topplúga

 • Gas eldavél með tvo brennara og innbyggðum vaski

 • 12V Ísskápur með frystihólfi

 • Hornskápur

 • Stór geymsla undir svefnsvæði

 • Skápahurðir úr vatnsheldu MDF (hvítt)

 • Borðplata úr vatnsheldu MDF (hvítt)

 • Slitsterkt teppi

 • Vatnsheldur gólfdúkur

 • Dýna fyrir svefnsvæði

 • Tveir bekkir með sætispúðum


Mál og þyngd

 • Þurrþyngd 350 kg

 • Lengd á rúmi pallbíls 2 m

 • Breidd (hæð) 1,4 m

 • Breidd (yfir rúmflöt) 1,95 m

 • Heildarlengd 3,1 m

 • Hæð, þak niður 1,4 m

 • Hæð, þak upp 1.90 m

 • Efri svefnsvæði 1,25 x 1.90 m

 • Neðri svefnsvæði 1,25 x 1.90 m

 • Rúmmál 10 m3

bottom of page